![Björn Zoëga, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns, og Harpa Árnadóttir myndlistarmaður.]()
Um síðustu helgi var sýningin Normið er ný framúrstefna opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru verk 11 listamanna sem allir fjalla um hversdaginn á einhvern hátt. Það var óhætt að segja að stemningin væri samt ekki hversdagsleg því litskrúðugir listamenn og áhugafólk um myndlist fjölmenntu á opnunina.