![Ægir Már Þórisson, Belinda Chenery, Sesselía Birgisdóttir og Ragnar Fjalar Sævarsson.]()
Mikið stuð og stemning var á árshátíð Advania sem haldin var síðasta laugardagskvöld í Valsheimilinu. Þetta var þó ekki bara árshátíð því starfsfólk Advania fagnaði líka fimm ára afmæli fyrirtækisins og því bara hún yfirskriftina Djammæli. Tæplega átta hundruð starfsmenn og makar mættu á skemmtunina sem var sú fjölmennasta frá stofnun félagsins.