![Gróa Ásgeirsdóttir, dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir og Elísabet Sveinsdóttir.]()
Félag háskólakvenna valdi Háskólakonu ársins 2019 á dögunum á Hótel Holti. Fyrir valinu varð dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, aðstoðarprófessor í aðgerðagreiningu og tölfræði við Robert H. Smith viðskiptaháskólann í Maryland í Bandaríkjunum og stofnandi sprotafyrirtækisins PayAnalytics.